Þórður Árnason, gítarleikari, hefur gengið til liðs við Guitar Islancio.
Árið 2021 var ekki tónleikaárið mikla hér á landi sem annars staðar. Guitar Islancio lék á síðdegistónleikaröð Salarins í Kópavogi þann 30.september, á Gítarhátíð Björns Thoroddsen í Bæjarbíói í Hafnarfirði þann 30.október og 2.desember á hinum stórskemmtilega stað, Skuggabaldri í Pósthússtæti. 12 laga vinylplata kemur út um mánaðarmótin jan/feb 2022 og mun tríóið halda nokkra tónleika víða um land  í tilefni af því og verður það kynnt nánar þegar nær dregur.
islensk-thjodlog-cd
GEISLADISKUR
Íslensk þjóðlög
Geisladiskur með 14 laga safni af fyrri diskum Guitar Islancio og áður óútgefinni útgáfu af ”Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns.
VÍNYLPLATA
Íslensk þjóðlög
12 laga vinylplata með lögum sem hafa komið út á geisladiskum tríósins, m.a. ”Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns.
20-JRLP020-frontur
islensk-thjodlog-kapa
BÓK
Íslensk þjóðlög í útsetningum Guitar Islancio
JR Music hefur gefið út bókina „Íslensk þjóðlög í útsetningum Guitar Islancio“ sem inniheldur 22 íslensk þjóðlög.