Árið 2023 verður 25. starfsár Guitar Islancio
Tríóið mun hefja þetta tímamótaár með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu, fimmtudaginn 16.febrúar 2023. Þar koma fram með þeim sænski saxafónleikarinn Jonas Knutsson, sem er einn fremsti jazz- og þjóðlagatónlistarmaður Svía í dag og Unnur Birna Björnsdóttir, fiðluleikari og söngkona. Á tónleikadagskránni verður tónlist sem fylgt hefur tríóinu í gegn um árin, s.s. íslensk þjóðlög og þekktir jazz-standardar, en einnig sænsk þjóðleg tónlist, tónlist Þursaflokksins og fleira. Miðasala á tix.is
islensk-thjodlog-cd
GEISLADISKUR
Íslensk þjóðlög
Geisladiskur með 14 laga safni af fyrri diskum Guitar Islancio og áður óútgefinni útgáfu af ”Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns.
VÍNYLPLATA
Íslensk þjóðlög
12 laga vinylplata með lögum sem hafa komið út á geisladiskum tríósins, m.a. ”Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns.
20-JRLP020-frontur
islensk-thjodlog-kapa
BÓK
Íslensk þjóðlög í útsetningum Guitar Islancio
JR Music hefur gefið út bókina „Íslensk þjóðlög í útsetningum Guitar Islancio“ sem inniheldur 22 íslensk þjóðlög.