GÍTAR

Björn Thoroddsen

Björn Thoroddsen er einn af okkar allra bestu gítarleikurum.

Hann hóf feril sinn í rokktónlist eins og ungra manna er siður. Hann stundaði gítarnám hér heima og síðar í Musicians Institute í Los Angeles árið 1982.

Björn hefur spilað út um allan heim og haldið fyrirlestra (masterclass) víða í Bandaríkjunum og Evrópu.

Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum bæði hér á landi og erlendis og var m.a. útnefndur Bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2002, Jazztónlistarmaður ársins 2003, Jazztónskáld ársins 2005, viðurkenningu frá International Association for Jazz Education og gullmerki FÍH árið 2011.

Björn hefur gefið út fjölda diska undir eigin nafni og á ferli sínum leikið með bróðurparti íslenskra tónlistarmanna ásamt því að hafa leikið með heimsþekktum tónlistarmönnum á borð við Niels-Henning Ørsted Pedersen, Didier Lockwood, Kazumi Watanabe, Philip Catherine, Larry Coryell, Al Di Meola, Martin Taylor, Ulf Wakenius, Tommy Emmanuel og Robben Ford.

Björn vinnur jöfnum höndum að hljóðritunum og tónleikahaldi hérlendis sem erlendis.