BASSI

Jón Rafnsson

Jón Rafnsson hefur starfað við tónlist frá unglingsárum, fyrst í stað sem sjálfmenntaður bassaleikari.

Árið 1976 hóf hann klassískt tónlistarnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Þar lærði hann á fiðlu, píanó og kontrabassa allt til ársins 1983 þegar hann hóf framhaldsnám í kontrabassaleik hjá Professor Thorvald Fredin í Stokkhólmi auk þess að stunda nám við Tónlistarkennaraháskólann í Stokkhólmi (SMI – Stockholms musikpedagogiska institut) en þaðan lauk hann prófi árið 1987.

Jón hefur allt frá því hann flutti heim frá Svíþjóð árið 1990 verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og leikið jöfnum höndum hina ýmsu tónlistarstíla; jazz, blús, rokk og klassík.

Hann er eftirsóttur bassaleikari og hefur leikið inn á fjölda hljómplatna.

Jón starfar sem tónlistarkennari samhliða tónlistarsköpun sinni.