Björn Thoroddsen

Björn Thoroddsen hefur sl. 30 ár verið einn af atkvæðamestu djasstónlistarmönnum Íslands. Hann hefur gefið út fjölda diska undir eigin nafni auk fjölda samstarfsverkefna s.s. Svare/Thoroddsen Trio og Cold Front ásamt því að hafa leikið með fjölda þekktra evrópskra tónlistarmanna m.a Ole Kock Hansen, Mads Vinding, Niels-Henning Örsted Pedersen, Nigel Kennedy, Alex Riel, Philip Catherine, Silvain Luc, Didier Lockwood, Doug Raney, Ulf Wakenius og Jørgen Svare. Björn leikur með jöfnu millibili út um allan heim og hefur tónlist hans verið gefin út í Evrópu, í Norður- og Suður Ameríku og Asíu. Meðal listamanna í Ameríku og Asíu sem Björn hefur unnið með er Kazumi Watanabe, Richard Gillis, Leni Stern, Steve Kirby, P.J. Perry, James Carter, Prudence Johnson, Tim Butler og Larry Coryell.

Björn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar eins og t.d. Jazztónlistamaður ársins 2003 á Íslensku Tónlistarverðlaununum, Bæjarlistamaður Garðabæjar 2002 og Jazztónskáld ársins 2005 á ÍTV.

www.bjornthoroddsen.com

 

Comments are closed.