Gunnar Þórðarson

Gunnar Þórðarson hefur verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna allt frá því hann stofnaði popphljómsveitina Hljóma í byrjun sjöunda áratugarins. Hann hefur samið hátt í 800 lög sem hafa verið gefin út á hljómplötum, auk tónlistar við fjölda kvikmynda, söngleikja og leikverka. Gunnar hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist á fjölda hljómplatna. Á síðustu árum hefur hann snúið sér að tónsmíðum og útsetningum stærri verka meðal annars fyrir sjónvarp, kvikmyndir, leikhús, kóra og sinfóníuhljómsveitir. Óperan Ragnheiður eftir Gunnar sem byggð er á sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti var frumflutt árið 2013 og hlaut einróma lof gagnrýnenda víða um heim. Gunnar er einn virtasti tónlistarmaður landsins. Honum hafa hlotnast ýmsar viðurkenningar á ferlinum og var m.a. valinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2014 og heiðurslistamaður Alþingis 2018. Gunnar var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 2009.

 

Comments are closed.