Gunnar Þórðarson

Gunnar Þórðarson hefur verið í fremstu röð íslenskara tónlistarmanna allt frá því hann stofnaði popphljómsveitina Hljóma í byrjun 6.áratugarins. Hann hefur samið yfir 500 lög sem hafa verið gefin út á hljómplötum og auk þess samið tónlist við fjölmargar kvikmyndir, söngleiki og leikverk. Einnig hefur hann stjórnað upptökum og útsett tónlist á fjölda hljómplatna. Á síðustu árum hefur hann snúið sér æ meir að tónsmíðum og útsetningum stærri verka s.s. fyrir sjónvarp, kvikmyndir, leikhús, kóra og sinfoníuhljómsveitir og hann hefur nýlokið við að semja óperuna „Ragnheiður“ þar sem hann nýtur aðstoðar Friðriks Erlingssonar textahöfundar og verður óperan frumflutt í konsertformi á þrennum tónleikum í Skálholtskirkju, dagana 16., 17. og 18. ágúst, undir stjórn Petri Sakari. Flytjendur eru 50 manna sinfóníuhljómsveit, 9 einsöngvarar og Kammerkór Suðurlands.
Í janúar árið 2009 var Gunnar sæmdur hinni íslensku fálkaorðu.

 

Comments are closed.