Jón Rafnsson

Jón Rafnsson hefur, allt frá því hann flutti heim frá Svíþjóð árið 1990, verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og leikið jafnt jazz, klassík, með danshljómsveitum, í leikhúsum – bæði sem tónlistarstjóri og hljóðfæraleikari, auk þess að leika inn á fjölda geisladiska. Hann stundaði nám í kontrabassaleik hjá Thorvald Fredin, prófessor við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi á árunum 1983 – 1986 og 1988 – 1990 og við Tónlistarkennaraháskólann í Stokkhólmi (Stockholms Musikpedagogiska Institut – SMI) árin 1983 – 1987. Jón hefur leikið og hljóðritað með mörgum þekktum tónlistarmönnum á borð við Philip Catherine, Didier Lockwood, Sylvain Luc, Kazumi Watanabe, Jørgen Svare, Kristian Jørgensen, Jacob Fischer, James Carter, Larry Coryell, Richard Gillis og Ulf Wakenius.

www.jrmusic.is

 

Comments are closed.